Afmæli dagsins: Golfklúbburinn Hellu Rangárvöllum 60 ára!!!
Golfklúbbur Hellu, GHR, var stofnaður í dag fyrir 60 árum, þ.e. 22. júní 1952. Golfklúbburinn á Hellu er 4. elsti golfklúbbur landsins á eftir Golfklúbbi Reykjavíkur (1934); Golfklúbbi Akureyrar (1935) og Golfklúbbi Vestmannaeyja (1938).
Aðalhvatamaður og stofnandi klúbbsins var Helmut Stolzenwald, en sonur hans, Rúdolf Þórarinn Stolzenwald var fyrsti formaður.
Fyrsta vallaraðstaða klúbbsins var á Gaddastaðaflötum við Ytri-Rangá hjá Hellu og var golf stundað þar nokkuð reglubundið á 9 holu golfvelli frá 1952-58, en þá varð aðstaðan að víkja fyrir hestamannafélaginu.
Starfsemi klúbbsins lagðist því sem næst niður í kringum 1960 vegna vallarleysis, en uppúr 1970 fékkst land fyrir starfsemina að nýju að Strönd, Rangárvöllum og tók þá Einar Kristinsson á Hellu við formennsku. 1977 tók Hermann Magnússon á Hvolsvelli við formennsku sem hann gegndi til 1986, var þá völlurinn orðinn 18 holur. Svavar Friðleifsson var síðan formaður til 1997 eða í 11 ár en þá tók Guðmundur Þór Magnússon við formennskunni til ársins 2000. Núverandi formaður er Óskar Pálsson.
Golf 1 óskar félagsmönnum GHR innilega til hamingju með daginn!
Heimild: GHR
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024