Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 09:00

LPGA: Inbee Park efst á Manulife Financial LPGA Classic eftir 2. dag

Dagana 21.-24. júní er í fyrsta sinn haldið  Manulife Financial LPGA Classic. Spilað er á Grey Silo golfvellinum í  Waterloo, Ontario, Kanada en völlurinn er u.þ.b. 70 mílur frá Toronto.  Mótið er aðeins annað af 2 LPGA mótum sem haldin eru í Kanada og má fylgjast með gangi mála í beinni á Golf Channel, fyrir þá sem ná þeirri stöð hérlendis.

Staðan eftir 2 mótsdaga er sú að Inbee Park er í forystu. Hún hefir spilað á samtals 9 undir pari, á 133 höggum (69 64).

Í 2. sæti eru Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum, Shashan Feng frá Kína og Hee Kyung Seo frá Suður-Kóreu, allar á 8 undir pari.

Lexi Thompson er ein 7 kylfinga sem deilir 5. sætinu á 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna þegar  Manulife Financial LPGA Classic er hálfnað SMELLIÐ HÉR: