LET: Hver skyldi vera meðalhögglengd dræva stúlknanna á LET?
Þeir sem fylgjast með LET hafa væntanlega tekið eftir „Power Drive Test by Bushnell” þ.e. keppni sem gekk út á að geta upp á hver af stúlkunum á LET drævaði lengst á tveimur mótum: UniCredit Ladies German Open styrktu af Audi í maí og Raiffenseinbank Prague Masters í júní. Í verðlaun fyrir þann sem gat sér rétt til var glænýr Bushnell Pro 1M Laser Rangefinder, að vermæti $ 600 þ.e. u.þ.b. 76.000,- íslenskar krónur út úr búð í Bandaríkjunum, en með hefðbundinni álagningu hérlendis eitthvað í kringum 100.000,- íslenskar krónur út úr búð hér.
LET bárust um 800 svör og voru hinir heppnu 2 Bandaríkjamenn, Don Stiffler og Greg Herrington.
Varðandi fyrri spurninguna hver hefði átt lengsta drævið á UniCredit Ladies German Open, svöruðu 34% svarenda rétt þ.e. Sophie Gustafsson. Hún átti lengsta drævið í mótinu, en það kom á fyrri 9 á 3. degi, 330 yarda (301,75 metra). Næstlengsta drævið átti Carly Booth 309 yarda (282,55 metra) og Carly átti líka 3. lengsta drævið 305 yarda (278,89 metra).
Varðandi seinni spurninguna hver hefði átt lengsta drævið á Raiffenseinbank Prague Masters svöruðu flestir 24% að Carly Booth hefði átt lengsta drævið sem var rangt, en gamla golfdrottningin Laura Davies var högglengst, drævaði 315 yarda (288 metra) á 9. holu lokahrings mótsins. Hún átti líka næstlengsta drævið 300 yarda (274 metra) á 2. hring, sem var sama högglengd og Carmen Alonso var með á 1. hring sínum.
Þá kemur að svarinu við spurningunni hver sé meðalhögglengd stúlknanna á LET í drævum? Það eru 270 yardar eða 246,89 metrar þ.e. tæpir 247 metrar). Þetta eru því algerar sleggjur á LET!!!
Til þess að fá nánari upplýsingar um Bushnell fjarlægðarmælana SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024