Fannar Ingi lauk keppni í 3. sæti í Finnlandi!!!
Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis var aldeilis að spila gott golf á Finnish International Junior Championship í Vierumäki í Finnlandi. Hann lauk keppni á 3. hring í dag á 75 höggum en var þar áður búinn að spila á 80 höggum fyrsta dag og svo glæsihring í gær á 2 undir pari, 70 högg!!! Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef Fannar Ingi hefði spilað aðeins betur 1. daginn, því sá sem var í 2. sæti í strákaflokki, Anti-Jussi Lintunen var aðeins 3 höggum á undan Fannari Inga. Sá sem sigraði, Finninn Oliver Lindel, sigraði nokkuð örugglega á 5 undir pari. Samtals spilaði Fannar Ingi á 9 yfir pari, 225 höggum (80 70 75) og lenti í verðlaunasæti, þ.e. 3. sætinu, sem er stórglæsilegt hjá Fannari Inga!
Fannar Ingi hefir nokkra reynslu af því að keppa erlendis, en hann hefir á undanförnum árum m.a. keppt á US Kids mótunum í Bandaríkjunum, s.s. lesa má í nýlegu viðtali Golf 1 við Fannar Inga SMELLIÐ HÉR:
Henning Darri Steingrímsson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði stóð sig líka vel, lauk leik í 11. sæti á samtals 21 yfir pari, samtals 237 höggum (79 81 77). Þetta var góður árangur hjá Henning Darra, sem búinn er að standa sig vel í sumar á Unglingamótaröð Arion banka. Sjá má nýlegt viðtal við Henning Darra með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024