Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 22:30

GK: Rúnar efstur fyrir lokahringinn á Meistaramóti Keilis – spilaði á 67 glæsihöggum í dag!!!

Rúnar Arnórsson er enn efstur eftir 3 hringi og er búinn að vera í forystu allt Meistaramót Keilis.  Hver einasti af 3 hringjum hans hefir verið undir pari og ljóst að Rúnar er að spila stórglæsilegt golf og er í yfirburða spilaformi. Í dag átti hann enn einn glæsihringinn upp á  4 undir pari, 67 högg.  Hann fékk 5 fugla og 1 skolla á hringnum. Fuglarnir komu á  4., 7., 10., 14. og 17. braut og skollinn á 18.  Samtals er Rúnar búinn að spila á 11 undir pari, samtals 202 höggum (66 69 67).

Í 2. sæti fyrir lokahringinn er Íslandsmeistarinn í höggleik 2011, Axel Bóasson, sem líka spilaði glæsilegt golf – kom í hús á 3 undir pari, 68 höggum.  Hann er samtals búinn að spila á 207 höggum (67 72 68). Axel fékk 6 fugla og 3 skolla; fuglarnir komu á 2.; 7., 8., 11., 14. og 18. braut og skollarnir á 13., 15. og 16. braut.

Í 3. sæti er Íslandsmeistarinn í holukeppni 2011 í flokki 14 ára og yngri, Gísli Sveinbergsson, sem nú er 15 ára og einn alefnilegasti kylfingur landsins, er þegar búinn að sigra á 2 mótum Unglingamótaraðar Arion banka í ár (á Skaganum og Korpunni) og að standa sig svona líka vel á Meistaramótinu í Meistaraflokki karla.  Hann átti ásamt Rúnari lægsta skor dagsins, 67 högg. Samtals er Gísli búinn að spila á 2 yfir pari, 215 höggum (72 76 67).

Jafnir í 4. -6. sæti eru Einar Haukur Óskarsson, Kristján Þór Einarsson og Dagur Ebenenzersson, allir búnir að spila á 3 yfir pari, samtals 216 höggum.

Staðan eftir 3 daga í Meistaraflokki karla í Meistaramóti Keilis 2012 er eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur
1 Rúnar Arnórsson GK -1 F 34 33 67 -4 66 69 67 202 -11
2 Axel Bóasson GK -2 F 33 35 68 -3 67 72 68 207 -6
3 Gísli Sveinbergsson GK 3 F 33 34 67 -4 72 76 67 215 2
4 Einar Haukur Óskarsson GK 1 F 35 34 69 -2 72 75 69 216 3
5 Kristján Þór Einarsson GK -3 F 37 34 71 0 73 72 71 216 3
6 Dagur Ebenezersson GK 2 F 36 41 77 6 69 70 77 216 3
7 Ingi Rúnar Gíslason GK 0 F 35 34 69 -2 74 75 69 218 5
8 Björgvin Sigurbergsson GK -1 F 38 40 78 7 71 71 78 220 7
9 Sigurþór Jónsson GOS 1 F 36 40 76 5 73 72 76 221 8
10 Birgir Björn Magnússon GK 4 F 37 42 79 8 71 72 79 222 9
11 Helgi Runólfsson GK 1 F 34 37 71 0 80 75 71 226 13
12 Ísak Jasonarson GK 3 F 37 39 76 5 77 73 76 226 13
13 Hjörleifur G Bergsteinsson GK 2 F 40 38 78 7 73 75 78 226 13
14 Steinn Freyr Þorleifsson GK 4 F 36 41 77 6 76 74 77 227 14
15 Ágúst Ársælsson GK 4 F 37 35 72 1 79 79 72 230 17
16 Benedikt Sveinsson GK 4 F 36 37 73 2 83 76 73 232 19
17 Ólafur Þór ÁgústssonForföll GK 4 F 41 39 80 9 77 79 80 236