Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2012 | 10:00

GR: Ólafía Þórunn setti vallarmet á Meistaramóti GR – spilaði Grafarholtið á 67 höggum!!! – Haraldur Franklín efstur fyrir lokahringinn

Klúbbmeistari GR 2011, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, setti glæsilegt vallarmet af bláum teigum á Grafarholtsvelli í gær, spilaði á 4 undir pari, 67 glæsihöggum!!! Ólafía bætti þar með fyrra vallarmet sitt um 1 högg.  Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 5 undir pari samtals.

Ólafía átti frábæra byrjun í Grafarholtinu fékk 3 fugla í röð á fyrstu 3 brautunum og síðan glæsilegan örn á 4. braut. svo fékk hún skolla á 8. og 10. braut, en tók það aftur með fuglum á 12. og 13. braut.  Á hinni frægu par-5 15. braut (sem Ólafía Þórunn spilar venjulega svo vel) fékk hún slæman skramba 7 högg og síðan lauk hún hringnum með fugli á par-3 17. brautinni.  Glæsilegt hjá Ólafíu!!!

Staðan í Meistaraflokki kvenna á Meistaramóti GR 2012 fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag er eftirfarandi:

1. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, 70 73 67 210  -5

2. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir, 77 77 74  228 13

3. sæti Berglind Björnsdóttir, 75 76 84  235  20

4. sæti Hildur Kristín Þorvarðardóttir, 83 83 82  248 33

5. sæti Lára Hannesdóttir  88 86 80 254  39

6. sæti Íris Katla Guðmundsdóttir, 83 83 88  254  39

7. sæti Halla Björk Ragnarsdóttir  80 88 87 255  40

8. sæti Sólveig Ágústsdóttir 87 87 84 262  47

—————————————————

Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd: Golf 1

Líkt og í kvennaflokki voru fyrstu tveir hringirnir í karlaflokki spilaðir á Korpunni, en í gær var fyrri af tveimur síðustu hringjunum spilaðir í Grafarholtinu. Í Grafarholtinu spilaði Íslandsmeistarinn „okkar“ í holukeppni 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson best allra eða á 67 höggum!!!

Í karlaflokki hefir Íslandsmeistarinn „okkar“ í holukeppni 2012, Haraldur Franklín Magnús nauma forystu fyrir lokahringinn sem spilaður verður í dag. Hann spilaði 3. hringinn (á Grafarholtsvelli) í gær á 70 höggum eða 1 undir pari.  Á 2. hring (sem spilaður var á Korpúlfsstaðavelli) var Haraldur Franklín hins vegar á glæsilegum 66 höggum eða 6 undir pari!!!  Á þeim hring fékk Haraldur Franklín örn á 7. holu, en auk þess 5 fugla og 1 skolla.

Í dag verður spennandi keppni milli Haraldar Franklín og Guðmundar Ágúst en aðeins 1 högg skilur þá að og jafnvel Arnór Ingi gæti blandað sér í baráttuna en aðeins 3 höggum munar á honum og Haraldi Franklín!  Ólíklegra er að Andri Þór blandi sér í baráttuna og takist að verja klúbbmeistaratitil sinn en svo gæti þó farið; 6 högga munur er á honum og efsta manni.

Staðan í Meistaraflokki karla á Meistaramóti GR 2012 fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag er eftirfarandi:

1. sæti Haraldur Franklín Magnús 71 66 70 207 -8

2. sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson 69 71 68  208  -7

3. sæti Arnór Ingi Finnbjörnsson 73 70 67 210  -5

4. sæti Andri Þór Björnsson 71 70 72  213  -2

5. sæti Birgir Guðjónsson 71 72 74  217 2

6. sæti Ólafur Már Sigurðsson 78 72 73  223  8

7. sæti Arnar Snær Hákonarson 72 80 72  224  9

8. sæti Haraldur Hilmar Heimisson 76 75 74  225 10