Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 13:00

Hvernig veðrið hefir áhrif á boltaflugið – myndskeið

Hér í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig veðrið hefir áhrif á boltaflugið í golfinu.  Það eru kannski ekki ný sannindi að golfboltinn fer lengra í hlýju veðri. Í myndskeiðinu er tekið dæmi þar sem boltinn fer heila 7 yarda (þ.e. 6.4 metra)  lengra þegar slegið er með 5-járni, annars vegar á  hlýjum og rökum degi 80° Fahrenheit (26,6° Celsius) heldur en á köldum, þurrum degi, 40° Fahrenheit (4° Celsius).  Mótstaða loftsins er minni þegar hlýtt er, vegna minni þéttileika loftsins og boltinn flýgur lengra. Þetta þýðir að á köldum degi þarf að taka kylfu með lægra númeri en venja er t.a.m. 7-járn í stað 8-járns o.s.frv.

Til þess að sjá framangreint myndskeið SMELLIÐ HÉR: