Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2011 | 20:45

Evróputúrinn: Richie Ramsey leiðir á Valderrama eftir 1. dag

Það er Skotinn Richie Ramsey, sem leiðir á Valderrama; kom í hús á glæsilegu 65 högga skori í dag.  Ramsay fékk 5 fugla, 1 glæsilegan örn á 11. par-5 brautinni (sem ekki er sú léttasta á vellinum) og því miður 1 skolla á erfiðu par-5 17.brautinni, sem leikið hefir margan grátt.

Í 2. sæti er Bretinn Ross Fisher, tveimur höggum á eftir, þ.e. hann kom í hús á 67 höggum. Þriðja sætinu deila landi Ramsay, Stephen Gallacher og Frakkinn Gregory Havret á 68 höggum, hvor.

Fjórir kylfingar, þ.á.m. Sergio Garcia deila síðan 5. sætinu, en þeir komu inn á 70 höggum í dag.

Spennandi helgi framundan á Valderrama!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag smellið HÉR: