Sigurpáll Geir Sveinsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2012 | 14:15

GÞH: Golfnámskeið á Hellishólum n.k. laugardag 14. júlí hjá Sigurpáli og Víði

Nú á laugardaginn n.k. 14. júlí verður haldið frábært golfnámskeið að Hellishólum.

Námskeiðið stendur frá kl. 09.00-17.00

Námskeiðið skiptist í eftirfarandi þætti:

120 mín á æfingasvæðinu (Videogreining á staðnum)

120 mín í stutta spilinu (vipp og pútt)

9-holu spilakennsla á vellinum.

Þetta námskeið er fyrir kylfinga á öllum aldri og öllum getustigum leiksins. Einnig er þetta námskeið upplagt tækifæri til að laga golfleikinn ef hann hefur ekki skilað þeim árangri sem ætlast var til ásamt því að vera flottur dagur til að taka sín fyrstu skref og fá öll grunnatriði golfleiksins á hreint.

Kennari á námskeiðinu verður Sigurpáll Sveinsson, PGA kennari og formaður samtaka atvinnukylfinga á Íslandi. Honum til aðstoðar verður Víðir Jóhannsson verðandi golfkennaranemi.

Innifalið á námskeiðinu:

Golfkennsla í 4 klst.
Spilakennsla
Æfingaboltar
Vallargjald
Kaffi
Hádegismatur

 Verð aðeins 15.000 kr.

Skráning í síma 487-8360 eða hjá hellisholar@hellisholar.is