Sunna lék aftur á 71 höggi í dag og er í 12. sæti á European Girls Team Championship
Sunna Víðisdóttir, GR, er aldeilis að standa sig vel á European Girls Team Championship. Hún lék jafnt og gott golf í dag, kom inn á 71 höggi, sem er 1 undir pari á hinum erfiða St. Leon Rot golfvelli í Þýskalandi í dag, líkt og í gær og er því á samtals 142 höggum eftir 2. dag mótsins eða samtals 2 undir pari. Hún er búin að standa sig best íslensku stúlknanna, en 120 stúlkur taka þátt í mótinu og ljóst að Sunna er meðal topp10%.
Sú sem geystist upp skortöfluna og stóð sig ekki síður vel en Sunna er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Hún var í 71. sæti í gær fyrir miðjum hóp og sú sem hafði leikið næstbest af stúlkunum 6 í íslenska liðinu. Guðrún Brá lék líkt og Sunna á 71 höggi í dag og er samtals búin að spila á 148 höggum (77 71). Hún hækkaði sig úr 71. sæti í 46. sætið, sem er flott hjá Guðrúnu Brá!
Hinar 4 stúlkurnar sem þátt taka fyrir Íslands hönd eru í 97. sæti eða neðar í mótinu.
Íslenska liðið er því eftir sem áður í 18. sæti af 20 liðum sem þátt taka.
Í þrjú efstu sætin á mótinu hafa enskar stúlkur raðað sér þ.e. Elizabeth Mallett og Georgia Hall, sem báðar eru á samtals 11 undir pari og Charley Hull er í 3. sæti á 10 undir pari. Enska liðið er einnig í 1. sæti í liðakeppninni.
Golf 1 óskar íslenska liðinu góðs gengis á morgun!
Sjá má stöðuna eftir 2. dag í St. Leon Rot með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024