England í forystu eftir 2. dag European Men´s Challenge Trophy á Hvaleyrinni
Öðrum degi á EM karlalandsliða lauk á Hvaleyravelli í gær, en það voru Portúgalar sem léku best allra liða, voru á 2 undir pari eða á 353 höggum. Það voru nokkuð erfiðar aðstæður á vellinum í gær eftir að vindurinn fór að blása, en vindur fór í 7-8 m á sek auk þess sem völlurinn er þurr eftir rigningaleysið undanfarnar vikur.
Íslenska liðið lék ekki sitt besta golf í dag en strákarnir okkar komu inn á 10 höggum yfir pari eða á 365 höggum. Það er því á brattann að sækja ef takast á að tryggja eitt af þremur efstu sætunum. Það eru Englendingar sem leiða mótið þeir eru sem stendur á pari eftir 36 holur. Lið Portúgals og Hollands eru jöfn í 2. sæti á 4 höggum yfir pari og Ísland í 3. sæti á 16 yfir pari.
Það þarf að bæta upp 12 högga forystu Hollands og Portúgal í dag, ef takast á að ná í eitt af 3 sætunum sem veitir rétt til keppni í Danmörku að ári. Keppnin á Hvaleyrinni er hafin og hvetur Golf 1 alla, sem tök hafa á að koma og hvetja strákana okkar!
Staðan í gær var eftirfarandi:
Land R1 R2 Samtals
England 352 358 par
Portúgal 361 353 +4
Holland 355 359 +4
Ísland 361 365 +16
Belgía 368 366 +24
Slóvakía 380 385 +55
Rússland 388 379 +57
Serbía 410 409 +109
Svona lék íslenska liðið á öðrum hring:
Kristján Þór Einarsson GK lék á 72 +1
Ólafur Björn Loftsson NK lék á 72 +1
Guðjón Henning Hilmarsson GKG lék á 73 +3
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 73 + 2
Andri Þór Björnsson GR 74 + 3
Haraldur Franklín Magnús 79 +8
Fylgjast má með gengi íslenska karlalandsliðsins með því að SMELLA HÉR:
Sjá má myndir frá mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024