Tískan í golfi árið 2012 – sigur á síðustu metrunum
Hversu oft, lesendur góðir, eruð þið ekki búnir, það sem af er ársins, að lesa um einhvern sem leiðir mestallt mótið í golfi, ef ekki allt mótið og tapar síðan á síðustu metrunum eða í bráðabana, þar sem allt mótið er komið undir spili á einni holu eða jafnvel 1 höggi?
Ef þið eruð farin að gleyma því sem virðist hafa orðið að hálfgerðri tísku árið 2012… þá er hér smá upprifjun:
Það byrjaði eiginlega strax í upphafi árs á 2. móti ársins á PGA – Sony Open í Hawaii; þar var Matt Every í forystu mestallt mótið, en hver stendur uppi sem sigurvegari…. einhver yfirvaraskegglúði …. Johnson Wagner…. sem hlaut meiri umfjöllun vegna yfirvaraskeggsins en sigursins!
Eitt svakalegasta dæmi þess, þegar ákveðinn maður var búinn að vera í forystu allt mótið en sigrinum var stolið af, á árinu, er eflaust að finna á Farmers Insurance mótinu. Þar var ungur og fremur óþekktur kylfingur, Kyle Stanley aldeilis að brillera… byrjaði á flugeldasýningu 62 höggum og fylgdi hringnum góða eftir með glæsilegum 68 höggum næstu tvo daga og alltaf í forystu. Hann átti 5 högg fyrir lokadaginn á þá sem næstir komu, John Rollins og John Huh.
Hér á Golf 1 mátti lesa 29. janúar á árinu: „Það er ekkert sérlega spennandi PGA-kvöld framundan, þar sem Kyle Stanley virðist hafa þetta í hendi sér… en golf er golf, þar sem allt getur gerst…“ Og það gamalkveðna reyndist rétt …. skylduáhorf á mót þar sem úrslitin virtust ráðin snerist upp í allsherjar drama. Það ótrúlega gerðist. Stanley, sem þurfti aðeins 7-u á par-5 lokaholunni fékk snjókerlingu og varð að fara í bráðabana við Brandt Snedeker, sem vann bráðabanann og þ.a.l. mótið. Fréttir af snökktandi Stanley fylltu golffréttir daginn á eftir og allir sárvorkenndu honum að missa svona klaufalega af 1. sigri sínum á PGA. ….
En Stanley hefndi sín fyrir ófarirnar strax í næsta móti, WM Phoenix Open. Þar var það Spencer Levin sem leiddi 2. og 3. dag mótsins og virtist eiga sigurinn vísann, en hver stelur honum?…. hver annar en Kyle Stanley og allir voða glaðir að hann hafi fengið uppreist æru… ja, allir nema Spencer Levin.
Þarna var árið rétt að byrja og fjölmörg dæmi hafa fylgt í kjölfarið á allskyns mótaröðum og mótum, þar sem niðurstaðan hefir verið svipaðs eðlis. Mótin vinnast á lokahringnum eða lokaholunni af einhverjum sem var alls ekki í forystu dagana áður, en stendur síðan hókus pókus uppi sem sigurvegari í lokinn.
Við getum litið okkur nær, hingað til Íslands þar sem Kristján Þór Einarsson, GK varð klúbbmeistari Keilis eftir að Rúnar Arnórsson, GK var búinn að leiða alla 3 daga Meistaramótsins…. ja eða bara til dagsins í gær þar sem Zach Johnson stal sigrinum eftir að Troy Matteson var búinn að vera í forystu alla 3 mótsdagana á John Deere Classic á PGA. Það sama átti sér stað hinum meginn Atlantsála á Opna skoska þar sem Indverjinn Jeev Milkha Singh stal sigrinum af Francesco Molinari, sem búinn var að leiða alla 3 daga mótsins.
Sigur á síðustu metrunum virðist vera reglan fremur en undantekning, ja einhvers konar tíska ársins 2012 í golfinu!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024