Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 09:00

Sumum finnst Tiger Woods ekkert sigurstranglegur á Opna breska

Tiger er spáð góðu gengi á Royal Lytham golfvellinum, þar sem Opna breska hefst á morgun. Það er gósentíð hjá veðbönkum og síðustu fréttir voru að Tiger sé meðal þeirra sem oftast er spáð sigri, líkurnar 1:7 eða jafnvel 1:8.

Royal Lytham er með 206 sandlompur og karga sem Tiger hefir sjálfur lýst sem „óspilanlegum“ á köflum.  Tiger hefir ekkert gengið sérlega vel á vellinum, hann var sá áhugamaður sem stóð sig best þar fyrir óralöngu, en síðast þegar Opna breska var haldið þar varð Tiger T-25.

Einn þeirra, sem telur Tiger Woods ekkert sigurstranglegan á Opna breska er Cameron Morfit, golfpenni Golf.com SMELLIÐ HÉR

Hann segir m.a. í ofangreindu myndskeiði að af 156 þátttakendum á Opna breska séu a.m.k. 100 sem geti leikið nógu vel til þess að sigra. Að Tiger sé einn þeirra efast hann um m.a. hversu óstöðugur leikur hans hefir verið, það sem af er árs.

Hins vegar væri sigur Tigers góður fyrir golfsöguna og myndi hleypa meiri spennu í risamótakapphlaup hans að slá 18 risamóta-sigurs-met Jack Nicklaus.