Glæsilegur árangur Gísla og Ragnhildar – komust í gegnum niðurskurð á Junior Open Championship – luku keppni í 27. og 33. sæti!
Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, luku keppni á Junior Open Championship á Fairhaven golfvellinum í Lancashire á Englandi, sama skíri og Opna breska hefst í, á morgun.
Þau stóðu sig bæði eins og hetjur komust í gegnum niðurskurð eftir 2. dag, þ.e. voru 2 af 33, sem komust áfram af 122 keppendum. Ísland var því ein af fáum þjóðum þar sem allir keppendur þjóðarinnar komust í gegnum niðurskurð! Við getum því verið afar stolt af þeim Gísla og Ragnhildi!!!
Upphaflega áttu 80 að komast í gegnum niðurskurð, en horfið var frá því vegna slæms veðurs þ.e. mikillar úrkomu í gær.
Gísli lauk keppni á 238 höggum (84 72 82). Hann varð í 27. sæti ásamt 3 öðrum.
Ragnhildur varð í 33. sæti en hún spilaði á samtals 245 höggum (78 80 87).
Japönum hefir gengið vel í Junior Open Championship en Kenta Konishi sigraði í síðasta sinn, sem mótið var haldið og er því meistari mótsins 2010. Landa hans heldur heiðri Japans á lofti því Asuka Kashiwabara sigrað á glæsiskori samtals 206 höggum (66 69 71) og átti 14 högg á þann keppanda, sem næstur kom Renato Paratore frá Ítalíu.
Til þess að sjá úrslit í Junior Open Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024