Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 18:40

Glæsilegur árangur Gísla og Ragnhildar – komust í gegnum niðurskurð á Junior Open Championship – luku keppni í 27. og 33. sæti!

Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, luku keppni á Junior Open Championship á Fairhaven golfvellinum í Lancashire á Englandi, sama skíri og Opna breska hefst í, á morgun.

Ragnhildur Kristinsdótttir, GR. Mynd: helga66.smugmug.com

Þau stóðu sig bæði eins og hetjur  komust í gegnum niðurskurð eftir 2. dag, þ.e. voru 2 af 33, sem komust áfram af 122 keppendum.  Ísland var því ein af fáum þjóðum þar sem allir keppendur þjóðarinnar komust í gegnum niðurskurð! Við getum því verið afar stolt af þeim Gísla og Ragnhildi!!!

Upphaflega áttu 80 að komast í gegnum niðurskurð, en horfið var frá því vegna slæms veðurs þ.e. mikillar úrkomu í gær.

Gísli lauk keppni á 238 höggum (84 72 82).  Hann varð í 27. sæti ásamt 3 öðrum.

Ragnhildur varð í 33. sæti en hún spilaði á samtals 245 höggum (78 80 87).

Japönum hefir gengið vel í Junior Open Championship en Kenta Konishi sigraði í síðasta sinn, sem mótið var haldið og er því meistari mótsins 2010. Landa hans heldur heiðri Japans á lofti því Asuka Kashiwabara sigrað á glæsiskori samtals 206 höggum (66 69 71) og átti 14 högg á þann keppanda, sem næstur kom Renato Paratore frá Ítalíu.

Til þess að sjá úrslit í Junior Open Championship SMELLIÐ HÉR: