Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 07:30

Opna breska hófst í svolítilli rigningu

Opna breska, sem í ár fer fram í 141. sinn, hófst kl. 6:30 að breskum tíma (5:30 að íslenskum) nú í morgun með löngu fuglapútti James Driscoll.

Barry Lane sló opnunarhöggið með 5-járni og setti boltann 45 fet (13,7 metra) frá par-3, 1. holunni á Royal Lytham & St. Annes. Hann þrípúttaði síðan og fékk skolla.  Driscoll, tiltölulega óþekktur Bandaríkjamaður, sem er að spila á Opna breska í 2. sinn, setti niður  50 feta (15,24 metra) fuglapútt á flötinni.

Lágskýjað er og rigningarúði en búist er við þurrara veðri með deginum og eftir því sem líður að helginni.

Lee Westwood og Tiger Woods, sem eru meðal þeirra, sem mest er veðjað á að sigri mótið, eru meðal þeirra sem fyrstir fara út. Númer 1 á heimslistanum, Luke Donald og nr. 2 Rory McIlroy fara ekki út fyrr en eftir hádegi.

Fylgjast má með skorinu á Opna breska með þvi að SMELLA HÉR: 

Heimild: CBS Sports