Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 13:45

Adam Scott leiðir á Opna breska snemma á 1. degi – Jafnaði vallarmet Royal Lytham með 64

Það er Ástralinn Adam Scott með Steve Williams á pokanum, sem leiðir snemma dags á Opna breska á Royal Lytham & St. Annes.  Scott jafnaði vallarmetið á Royal Lytham þegar hann kom í hús eftir  hringinn á 6 undir pari, 64 höggum. Hann átti góða möguleika á að slá vallarmetið en Adam fékk skolla bæði á par-4 3. brautina og slysalegan skolla á 18. braut.  Að öðru leyti fékk Adam Scott 8 fugla í dag, 3 á fyrri 9 (4.; 6. og 7. braut) og 5 á seinni 9 (3 fugla í röð á 11.-13. braut og síðan líka á 15. og 16.)

Nú eftir hádegi eru margir af og heimsins bestu kylfingar nýfarnir eða að fara út;  menn á borð við Luke Donald, Rory McIlroy, Rickie Fowler, Keegan Bradley og Phil Mickelson.

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska á 1. degi  SMELLIÐ HÉR: