Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 17:00

Tiger ánægður með 1. hring sinn á Opna breska

Tiger Woods var ekki lengi að koma sér í forystu á Opna breska með fugli af 3 metra færi á par-3, 1. brautinni.

Hann bætti við 3 fuglum í viðbót á næstu 6 holum og var á 30 höggum fyrri 9. Síðan var bara eins og hann gengi á vegg.  Aðallega voru það púttin sem ekki voru að detta. Hann átti hvert fuglapúttið á fætur öðru en ekkert datt.

Tiger lauk hringnum með 8 pörum og 1 skolla á seinni 9 og lauk hringnum með 10 tvípúttum í röð. En þrátt fyrir allt var Tiger í góðu skapi og ánægður með hring upp á 67 högg.

Þetta er í 5. sinn í síðustu 6 opnunarhringjum sínum á Opna breska, sem Tiger hefir verið með hring upp á sextíu og eitthvað. Á tveimur þessara móta þegar hann byrjaði með þessum hætti sigraði hann (2005 og 2006).

„Ég spilaði vel,“ sagði Tiger, sem missti bara eina braut og komst klakklaust framhjá öllum 206 sandglompum Royal Lytham & St. Annes. „Ég er alveg við það að vera í forystu. Ég er aðeins 3 höggum að eftir. Við eigum enn langt eftir.“

Ef Tiger heldur áfram að spila eins og í dag þá er ekki nema von á góðu.

Á 1. par-3 brautinni sló Tiger flott högg með 5-járni í stilltu veðrinu.  Hann sagði í viðtali eftir hringinn að sér fyndist ekkert að því þó það yrði eitthvað hvassara.  Það myndi ekkert trufla hann

Þremur holum síðar setti hann niður annan fugl af 6 metra færi á 6. holu og fékk annan fugl á par-5 7. brautinni.

Besta högg Tiger í dag var á 10. braut þar sem hann komst á flöt eftir að bolti hans lenti í boltafari.  Hann tvípúttaði og bjargaði pari.

Eins og segir var veikleiki Tiger á flötunum.  „Ég var að slá vel,“ sagði Tiger „Hraðinn var ekki réttur hjá mér á flötunum. Hvert pútt var á réttri stefnu.  En strokan hefði mátt vera þannig að hann færi 6 tommum lengra (u.þ.b. 15 cm).

Á 15. braut missti Tiger einu flöt dagsins og það  var dýrkeypt… þar fékk hann eina skolla sinn á hringnum.  Hann var fastur í karganum „óleikhæfa“ og það kostaði hann högg auk þess sem hann setti ekki niður risapútt sem hann átti eftir í 15. holu þegar hann loks komst á flöt.

En því skyldi ekki gleyma að Tiger hefir sigrað 3 sinnum á Opna breska og í  fleiri risamótum en nokkur sem spilar í mótinu nú.

Skyldi hann eftir allt saman standa uppi sem sigurvegari á sunnudaginn?

 Heimild: pgatour.com