Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 15:15

Síðasti maður á 1. hring Opna breska – Ashley Hall frá Ástralíu – var að fara út

Þetta er í 1. sinn sem Ashley Hall frá Ástralíu tekur þátt í Opna breska. Hann fékk þann heiður að fara síðastur út, nú rétt í þessu (15:15); en búið er að vera að ræsa í 9 1/2 tíma.

Þá er búið að ræsa alla 156 keppendur þessa 141. Opna breska – sem er svolítill munur frá því að 1. Opna breska var haldið en þá voru þátttakendur í Prestwick Golf Club, 1860 aðeins 8… og ekkert verðlaunafé ….. annað en í dag!

Man nokkur hver vann 1. Opna breska? Jú, það var Willie Park eldri (sjá umfjöllun Golf 1 um hann með því að SMELLA HÉR ) sem vann þann sem sigurstranglegastur þótti Old Tom Morris (sjá umfjöllun Golf 1 um hann með því að SMELLA HÉR NR. 1 og  SMELLA HÉR NR. 2) með skor upp á 174 (en Willie Park átti 2 högg á Old Tom Morris)