Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 19:45

Ólafía Þórunn í 5. sæti í Danmörku

Þrjár íslenskar stúlkur hófu keppni í Dilac mótinu í Silkeborg Golf Club í Danmörku. Þetta eru þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR; Signý Arnórsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR.

Eftir fyrsta mótsdag er Ólafía Þórunn í 5. sæti og Signý deilir 6. sætinu með 3 öðrum. Ólafía spilaði á 6 yfir pari, 78 höggum en Signý var á 7 yfir pari, 79 höggum.

Niðurskurður verður eftir morgundaginn og er hann miðaður við 12 efstu stúlkur og þær sem jafnar eru í 12. sæti. Skv. framangreindu eru Ólafía og Signý komnar í gegnum niðurskurð, þ.e. haldi þær áfram á sömu nótum.

Berglind spilaði í dag á 12 yfir pari, 84 höggum og er miðað við niðurskurðarlínuna í dag 3 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Golf 1 óskar þeim Berglindi, Ólafíu Þórunni og Signýju góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Dilac mótinu SMELLIÐ HÉR: