Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2011 | 14:00

Nirwana golfvöllurinn á Balí

Í viðtali við Ólaf Þór Ágústsson, framkvæmdastjóra golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, (sem birtist síðar hér á Golf 1) kom m.a. fram að honum þætti Nirwana golfvöllurinn á Balí vera sérstakasti golfvöllur, sem hann hefði spilað m.a. vegna fallegs landslags og sérstaks, en völlurinn er byggður í miðjum hrísgrjónaakri.

Nirwana golfvöllurinn er hannaður af Greg Norman.  Meðal sérstakra þátta á vellinum er að allir kaddýar klúbbsins eru konur frá nálægum bæjum. Þær eru allar frábærir kylfingar og hljóta þar að auki 3 mánaða grunnþjálfun áður en þær mega hefja störf.

Frá Nirwana golfvellinum á Balí

Golfvöllurinn er á suð-vesturströnd Balí og aðeins 45 mínútna akstur frá alþjóðaflugvelli Balí og rétt hjá fræga musterinu Tanah Lot Ubud og höfuðborg Balí, Denpasar.

Golfvöllurinn er meðal mest krefjandi golfvalla í heiminum og klúbburinn hefir verið leiðandi í golfi á Balí og hlotið World Travels Award viðurkenninguna 5 ár í röð 2004-2009.  Hann er 18. í röðinni yfir mest mynduðu golfvelli heims.

Þrjár brautir á vellinum (m.a. sú sem myndin er af) eru meðfram Indverska hafinu og hrísgrjónaakrar í stöllum eru meðal óvenjulegra hindranna á vellinum.  Völlurinn er settur upp þannig að jafnt PGA kylfingar, sem meðalkylfingurinn finna þar eitthvað við sitt hæfi. Nirwana Balí Golf Club er eini klúbburinn á Balí, sem hefir eftirlitsmann, sem ferðast um völlinn og fylgist með leikhraða.  Einn hringur ætti ekki að taka meira en 4 klst og 20 mínútur.

Til þess að komast á heimasíðu Nirwana golfvallarins, þar sem m.a. eru gullfallegar myndir af golfvellinum, smellið hér: NIRWANA BALÍ GOLF CLUB

Til þess að sjá myndskeið frá Nirwana golfvellinum á Balí smellið HÉR: