Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2012 | 15:15

Sergio Garcia og Dustin Johnson auglýsa Ólympíugolf 2016 á Thames – myndskeið

Kylfingarnir Sergio Garcia, frá Spáni og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson vöktu athygli fólks á því að golf er keppnisgrein á Olympíuleikinum með því að vera úti á miðri Thamesá og slá golfboltum á fljótandi flöt.  Sergio Garcia vann keppnina milli þeirra tveggja en 3 af 5 boltum hans lentu á flötinni.

Golf var keppnisgrein á Ólympíuleikunum í síðasta skipti árið 1904 í St. Louis og Garcia upplýsti að sig myndi mikið langa til að spila á þeim það væri markmið hans eftir 4 ár.

Það var einkum vegna áróðurs kylfinga á borð við Jack Nicklaus, Anniku Sörenstam og Colin Montgomerie sem ákveðið var að golf yrði keppnisgrein að nýju árið 2016.

„Golfvellir hreyfast venjulega ekki svona mikið“ sagði Garcia um golfið á Thames, en þetta verður skemmtilegt,“ sagði Garcia líka.

„Það myndi vera virkilega svalt að fá að taka þátt í opnunarathöfninni (á Olympíuleikunum)“ var viðkvæði Johnson „Virkilega svalt!“

Garcia sagði að hann myndi fremur vilja fá silfurmedalíu á Olympíuleikunum en 2. sætið á risamóti, hvenær sem væri. Johnson var ekki viss hvort hann kysi fremur: Ólympíugullið eða sigur á stóru móti þó ekki risa: eins og  THE PLAYERS Championship. „Ég veit ekki“ sagði hann. „Þetta er virkilega erfitt.“

Báðir lýstu þeir Garcia og Johnson samúð sinni með Adam Scott, sem hrundi á síðustu 4 holum Opna breska og kastaði frá sér sigrinum.

Til þess að sjá myndskeið með Garcia og Johnson slá golfboltum á ánni Thames í London SMELLIÐ HÉR: