F.v.: Egill Ragnar Gunnarsson, GKG; Aron Snær Júlíusson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: http://eym.hungolf.hu/photos/team_photos_2012
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 19:00

Aron Snær, Egill Ragnar, Gunnhildur og Sara Margrét keppa á European Young Masters í Ungverjalandi

Í dag hófst í Balatonudvar Royal Balaton Golf and Yacht Club í Ungverjalandi, European Young Masters. Mótið stendur dagana 26.-28. júlí 2012. Fyrir Íslands hönd keppa þau Aron Snær Júlíusson, GKG, Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Liðsstjóri er Ragnar Ólafsson.

Aron Snær lék best íslensku þátttakendanna í dag var á 79 höggum og deilir 30. sætinu; Egill Ragnar spilaði á 84 höggum og deilir 41. sætinu. Þátttakendur í drengjaflokki eru 54.

Sara Margrét spilaði á 83 höggum og deilir 31. sætinu  og Gunnhildur á 94 höggum og er í 51. sæti.  Keppendur í telpnaflokki eru 52.

Reyndar er rangt að tala um drengja- og telpnaflokka því allir þátttakendur í mótinu eru undir 16 ára.

Eftir þennan 1. dag deilir Ísland 20. sætinu ásamt gestgjafaþjóðinni Ungverjalandi, en 26 þjóðir taka þátt.

Golf 1 óskar þeim Aron Snæ, Agli Ragnari, Gunnhildi og Söru Margréti góðs gengis á morgun!

Sjá stöðuna eftir 1. dag í European Young Masters við Balaton vatn í Ungverjalandi með því að SMELLA HÉR: