13 kvenstjörnur golfsins nr. 1: Dorothy Campbell
Dorothy Iona Campbell (fædd 24. mars 1883 – dáin 20. mars 1945) var fyrsti kvenkylfingurinn sem eitthvað kvað að á alþjóðavettvangi. Hún var einnig þekkt undir nöfnunum Dorothy Hurd, Mrs. J.V. Hurd og sem Dorothy Howe. Eins var hún þekkt undir sambreiskingnum Dorothy Campbell Hurd Howe.
Hún fæddist inn í mikla golffjölskyldu í Norður Berwick á Skotlandi og byrjaði að sveifla kylfum aðeins 18 mánaða gömul. Innan örfárra ára var hún farin að keppa við systur sína. Hún var fyrsta konan til að sigra bandarísku, bresku og kanadísku Ladies Amateur Golf meistaramótin.
Á ferli sínum vann hún 11 alþjóðlega titla á Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Skotlandi, þann síðasta vann hún árið 1924, 41 árs gömul. Dorothy fluttist til Kanada 1910 og 3 árum síðar fluttist hún til Bandaríkjanna, þar sem hún giftist Jack V. Hurd árið 1913. Hún vann marga titla sína sem frú J.V. Hurd en hún fékk lögskilnað frá Hurd 1923. Hún giftist Edward Howe, árið 1937 og skildi aftur 1943.
Hún vann meir en 700 titla á golfferli sínum. Hún dó í lestarslysi, þegar hún í andartaks gáleysi sá ekki lest sem kom aðvífandi og keyrði yfir hana.
Dorothy var tekin í kanadísku frægðarhöllina (ens.: Canadian Golf Hall of Fame) og frægðarhöll kylfinga (World Golf Hall of Fame) árið 1978.
Helstu sigrar Dorothy Iona Campbell Hurd Howe á golfsviðinu voru eftirfarandi:
▪ 1905 Scottish Ladies Championship
▪ 1906 Scottish Ladies Championship
▪ 1908 Scottish Ladies Championship
▪ 1909 United States Women´s Amateur Golf Championship. British Ladies Amateur Golf Championship
▪ 1910 United States Women´s Amateur Golf Championship, Canadian Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1911 British Ladies Amateur Golf Championship, Canadian Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1912 Canadian Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1918 North and South Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1920 North and South Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1921 North and South Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1924 United States Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1938 U.S. Women’s Senior Championship
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024