Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 07:45

LPGA: Stacy Lewis leiðir eftir 1. dag Evian Masters

Það er bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem leiðir eftir 1. dag Evian Masters, en þetta verðandi 5. risamót kvennagolfsins hófst í Evian-les-Bains í gær.  Hringurinn hjá Stacy var sérlega glæsilegur, en hún lék á 63 höggum, fékk 9 fugla og 9 pör – þ.e. „hreint skorkort“ hjá Stacy!  Þar af var fékk hún 7 fugla í röð frá 5.-11. braut!

Í 2. sæti er Hee Young Park frá Suður-Kóreu, sem leiddi mestallan gærdaginn á öðru glæsiskori 65 höggum.  Aðeins 1 höggi á eftir Park, er landa hennar, Ilhee Lee á 66 höggum og 4. sætinu deila þær Paula Creamer og Mika Miyazato.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Evían Masters SMELLIÐ HÉR: