Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 20:55

Evróputúrinn: Olesen efstur fyrir lokahringinn á Lyoness Open

Það er ungi Daninn, Thorbjörn Olesen, sem leiðir fyrir lokahring Lyoness Open í Atzenbrügg í Austurríki.  Olesen spilaði í dag á 68 höggum líkt og í gær. Samtals er hann búinn að spila á 200 höggum sléttum (64 68 68) allt hringir undir 70 og hann á 3 högg á þann sem er í 2. sæti Svíann Rikard Karlberg. 

„Ég sló boltann ekki eins vel og á fyrri 2 dögunum,“ sagði Olesen eftir hringinn, sem þegar er kominn á topp-100 á heimslistanum (er sem stendur í 99. sæti). „Ég átti góð tækifæri – ég hefði átt að nýta mér þau betur, en staðreyndin að ég er lítillega vonsvikinn með 68 er gott merki vegna þess að það sýnir hversu vel ég er að spila og hversu háar væntingar mínar eru.“

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Frakkarnir Thomas Levet og Benjamin Herbert og Bernd Wiesberger frá Austurríki, allir á 204 höggum, 4 höggum á eftir Olesen.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: