Evróputúrinn: Bernd Wiesberger er sigurvegari á Lyoness Open
Það er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem sigraði á Lyoness Opení Atzenbrügg í Diamond CC. „Heimamaðurinn“ (Wiesberger) átti glæsilegan lokahring, sem forystumaður allra 3 daganna á undan, Daninn Thorbjörn Olesen, átti ekkert svar við. Wiesberger kom inn á 65 höggum, fékk 8 fugla og 1 skolla. Samtals lék Wiesberger á 269 höggum (71 66 67 66)
„Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði Wiesberger eftir hringinn. „Það virðist sem allt hafi farið eins og ég ætlaði mér sérstaklega á síðustu 2 holunum. Það voru frábært land og frábærir landar sem hvöttu mig áfram. Ég er mjög stoltur af því að vera að feta í fótspor Brier (innskot: besti kylfingur Austurríkismanna í langan tíma). Ég er viss um að ég mun ekki verða sá eini sem sigrar á heimavelli.“
Wiesberger átti 2 högg á þá sem deildu 2. sætinu Írann Shane Lowry og Frakann Thomas Levet. Lowry og Levet voru báðir á 16 undir pari, samtals 271 höggi; Lowry (70 68 68 66) og Levet (65 70 69 68).
Í 4. sæti var Svíinn Rikard Karlberg á samtals 15 undir pari, 273 höggum (70 67 66 70).
Það var síðan ekki fyrr en í 5. sæti sem Daninn ungi og efnilegi Thorbjörn Olesen kom, en leikur hans því miður hrundi í dag eftir frábært gengi fyrstu 3 dagana, allt í samræmi við tísku þessa árs í golfinu. Olesen lék á 74 höggum í dag en dagana á undan var skorið allt undir pari, 66 68 68. Í dag fékk Olesen hins vegar fugl og 3 skolla, ótrúlegt!
Til þess að sjá úrslitin á Lyoness Open að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024