F.v.: Egill Ragnar Gunnarsson, GKG; Aron Snær Júlíusson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: http://eym.hungolf.hu/photos/team_photos_2012
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2012 | 20:00

Lið Íslands lauk keppni í 22. sæti á European Young Masters

Keppni í European Young Masters mótinu lauk í dag. Lið Íslands varð í 22. sæti af 26 þjóðum, sem þátt tóku.

Aron Snær Júlíusson, GKG, lék á samtals 238 höggum (79 79 80) og varð í 33. sæti  og Egill Gunnar Ragnarsson, GKG lauk keppni á samtals 252 höggum (83 86 83) og varð í 45. sæti.

Í flokki drengja undir 16 ára sigraði Renato Paratore frá Ítalíu á samtals 209 höggum (67 69 73).

Sara Margrét Hinriksdóttir, GK,  spilaði á samtals 247 höggum (83 82 80), bætti sig með hverjum hring og varð í 33. sæti.  Gunnhildur deildi 50. sætinu með Dominiku Gradeku frá Póllandi og spilaði á 275 höggum (94 86 95) og fer mótið eflaust í reynslubankann hjá henni.

Í flokki telpna undir 16 ára sigraði Covadonga Sanjvan frá Spáni á samtals 221 höggi (74 73 74).

Liðsstjóri í ferðinni var Ragnar Ólafsson.

Sjá má úrslitin í mótinu með því að SMELLA HÉR: