Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 14:50

Íslandsmótið í höggleik: Anna Sólveig leiðir þegar hringurinn er hálfnaður

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, leiðir þegar 9 holur hafa verið spilaðar á lokahring Íslandsmótsins í höggleik. Anna Sólveig er búin að fá 2 fugla og 1 skolla á fyrri 9 og er þ.a.l. á samtals 9 yfir  pari.

Í 2. sæti er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en Valdís Þóra bætti stöðu sína aðeins með því að fá fugl á 7. braut og er því samtals á 10 yfir pari.

Í 3. sæti er síðan Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem átti svartan kafla – fékk skolla bæði á 7. og 8. holu og spilaði fyrri 9 á samtals 37 höggum. Samtals er Tinna á 11 yfir pari, eftir 9 holur.

Fylgjast má með stöðunni á Íslandsmótinu í höggleik með því að SMELLA HÉR: