Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 18:10

Íslandsmótið í höggleik: Einar Haukur Óskarsson á besta skori lokadagsins

Það er Einar Haukur Óskarsson, GK, sem var á besta skorinu á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik – glæsilegum 65 höggum!!!  Einar Haukur skilaði „hreinu“ skorkorti með 5 fuglum. Fuglarnir komu á 2., 3. 7., 9. og 16. braut.  Einar Haukur lauk leik á 287 höggum (72 76 74 65). Með árangrinum góða í dag náði Einar Haukur að lyfta sér úr 35. sætinu í það 13. eða á topp-20, sem er frábær árangur!