Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 18:45

Íslandsmótið í höggleik: Haraldur Franklín og Valdís Þóra Íslandsmeistarar í höggleik 2012

Það eru Haraldur Franklín Magnús, GR  og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL sem eru nýir Íslandsmeistarar í höggleik 2012.

Þetta er fyrsta mótið sem Valdís Þóra tekur þátt í ár á Eimskipsmótaröðinni en hún lengdi aðeins veru sína í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám  og spilar golf með Texas State.

Haraldur Franklín er líka á leiðinni til náms í Bandaríkjunum og mun þar stunda nám og spila golf með golfliði Mississippi State, sama skóla og Íslandsmeistarinn í höggleik 2011, Axel Bóasson, GK,  nemur við.

Valdís Þóra sagði í viðtali við Golf 1 í gær að hún ætlaði að gera sitt besta til þess að verða Íslandsmeistari og hennar besta var nógu gott!!!!

Haraldur Franklín er hamingjuvaldur GR-inga í dag, sem fagna gömlum vini,  Íslandsmeistaratitlinum í höggleik í karlaflokki að nýju eftir 27 ár!

Golf 1 óskar þeim Valdísi Þóru og Haraldi Franklín innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana í höggleik!!!