Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2012 | 10:00

PGA: Grace spilar við Tiger fyrstu 2 hringi á Bridgestone – báðir hafa sigrað 3var í ár

Bridgestone heimsmótið hefst í Akron, Ohio, í dag, en mótið er heimsmót og hluti bæði PGA mótaraðarinnar og Evrópumótaraðarinnar. Flestir sterkustu kylfingar heims taka þátt.

Meðal keppenda er Branden Grace frá Suður-Afríku. Til þess að sjá kynningu Golf 1 á honum SMELLIÐ HÉR: Árið í ár hefir verið ævintýri líkast fyrir þennan unga Suður-Afríkumann, sem komst í gegnum Q-school Evróputúrsins, vann síðan fyrsta mótið sitt á evrópsku mótaröðinni og svona rétt til að sýna að það hefði ekki verið eitthvert grís bætti við 2 sigrum í 2 öðrum mótum evrópsku mótaraðarinnar.

Grace spilaði í fyrsta heimsmóti sínu í mars og Bridgestone mótið er 2. heimsmótið hans. Og hvað gerist hann er í holli með sjálfum Tiger, nr. 2 í heiminum í dag og langsætnasta kylfingi í 1. sæti heimslistans.  Hver hefði trúað því í ársbyrjun að einhver óþekktur Suður-Afríkubúi ætti eftir að slá svona rækilega í gegn…. og spila við Tiger á heimsmóti?

Grace gat sjálfur ekki trúað þessu, sbr.: „Ég heyrði orðróm um þetta í byrjun vikunnar og að það væri þetta sem þeir ætluðu að gera að para okkur saman vegna þess að við erum þeir einu á árinu, sem höfum sigrað í 3 mótum,“ sagði Grace. „En ég hélt í rauninni ekki að það myndi gerast í alvörunni. Hann (Tiger) er átrúnaðargoðið mitt. Hann hefir verið fyrirmynd mín frá því ég byrjaði að spila golf!“  „Þannig að morgundagurinn (þ.e. dagurinn í dag, því viðtalið var tekið í gær) er líkt og draumur sem rætist.“

Tiger segist hafa séð Grace spila en segist ekki reka minni til að hafa nokkru sinni hitt þennan 24 ára kylfing frá Suður-Afríku.

„Hann hefir virkilega spilað vel,“ sagði Tiger. „Ég þekki Branden ekki, þannig að það verður bara  gaman að fara þarna út og spjalla svolítið við hann og kynnast honum…. Þetta verða góðir 2 dagar fyrir okkur. Ég veit að ég hlakka til þess og vonandi gerir hann það líka.“

Grace fékk svolitla stikkprufu af því hvers kyns áhorfendaskarar mæta honum í dag þegar hann spilaði á fyrsta Opna bandaríska risamóti sínu í sumar.  Á lokahring þess móts spilaði hann við ekki minni mann en Phil Mickelson.

„Það var gríðarlegur áhorfendafjöldi og annað álíka,“ sagði Grace. „Augljóslega vegna þess að ég spilaði við Mickelson þarna, þannig að ég hef reynsluna og augljóslega verður pressa á manni þegar maður spilar við Tiger, en það er nokkuð sem bara verður að takast á við.“

Grace spilaði á Áskorendamótaröðinni fyrir ári síðan. Hann varð í 23. sæti á peningalista þeirrar mótaraðar og því 3 sætum frá því að hljóta kortið sitt á Evrópumótaröðinni og því varð hann að fara í Q-school s.s. fyrr er minnst á.

„Þetta sýnir bara hversu mikið getur breyst á skömmum tíma s.s. ári,“ sagði Grace. „Ég get lofað ykkur því að í enda síðasta árs myndi mig ekki hafa dreymt um að spila fyrstu tvo hringina við Tiger á Bridgestone. Þetta er einn þessara (drauma). En það sýnir að ef maður er nógu ákveðinn og heldur áfram að berjast og spila, þá er aldrei að vita hvað getur gerst.“

Heimild: PGA Tour