Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2012 | 05:00

PGA: Furyk efstur á Bridgestone með 63 högg – hápunktar og högg 1. dags

Það er Jim Furyk sem leiðir eftir 1. dag Bridgestone Invitational á 63 höggum.  Furyk fékk 1 örn, 7 skolla og 2 skolla og spilaði Firestone golfvöllinn í Akron, Ohio, sem er par-70,  á 7 undir pari. Ef Furyk sigrar í mótinu er það góð niðurstaða fyrir aumingja William McGirt, sem var aðeins $11 frá því að komast inn á PGA Championship s.s. Golf 1 greindi frá. Sá sem verður í efsta sæti á Bridgestone fær að spila í Kiawah Island á PGA Championhsip risamótinu og Furyk er einn þeirra, sem þegar hefir tryggt sér sæti þar. Ef Furyk sigrar tekur næsti maður inn í mótið þ.e. McGirt sæti hans.

Golf 1 hefir áður verið með kynningu á Furyk sem sjá má hér:  FURYK 1;   FURYK2;

Englendingurinn Lee Slattery er í 2. sæti, 2 höggum á eftir Furyk á 65 höggum. Slattery fékk 6 fugla (en af fuglum Slattery komu m.a. 4 í röð á 1.-4. holu) og 1 skolla.

Síðan koma mörg stór nöfn sem deila 3. sætinu. Nr. 1 í heimi, Luke Donald er þar á meðal en einnig 5 aðrir kylfingar: Bubba Watson, Ben Crane, Rafael Cabrera Bello, John Senden og Simon Dyson. Allir eru þessir kylfingar á 66 höggum, 3 höggum á eftir Furyk.

Hópur 9 kylfingar deilir 9. sætinu þ.á.m. Retief Goosen, Sergio Garcia og Louis Oosthuizen, allir á 67 höggum, þ.e. 3 undir pari.

Martin Kaymer og Lee Westwood eru meðal 7 kylfinga sem spiluðu á 2 undir pari 68 höggum og eru T-18 og Charl Schwartzel og Dustin Johnson eru meðal 6 kylfinga sem voru á 1 undir pari 69 höggum og eru T-25.

Að öllum framangreindu upptöldu er loks komið að Tiger sem ásamt 9 öðrum kylfingum, (þ.á.m. Graeme McDowell, Justin Rose og Rory McIlroy) var á sléttu pari 70 höggum og eru T-31. Branden Grace, frá Suður-Afríku hefir greinilega ekki verið með hugann við golfið þar sem þessi 24 ára kylfingur fékk að spila við átrúnaðargoð sitt Tiger og lauk 1. hring á 2 yfir pari, 72 höggum

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á Bridgestone Invitational sem Alvaro Quiros átti  SMELLIÐ HÉR: