Hver er kylfingurinn: Keegan Bradley? Fyrri hluti
Keegan Hansen Bradley sigraði á Bridgestone Invitational heimsmótinu í Akron, Ohio síðustu helgi. Hann er nú í 15. sæti heimslistans, fór upp um 12 sæti, en hann var í 27. sæti eftir Opna breska. Fyrir ári síðan var hann í 108. sæti heimslistans. Fimmtánda sætið er það hæsta sem hann hefir nokkru sinni verið á heimslistanum.
Hver er þessi kylfingur sem skotist hefir upp á stjörnuhimininn s.l. tvö ár?
Keegan Bradely fæddist 7. júní 1986 og því 26 ára. Hann spilar á PGA mótaröðinni og hefir nú þegar sigrað á 3 mótum, það stærsta er PGA Championship 2011. PGA Championship er s.s. flestir kylfingar vita, fjórða og síðasta risamótið ár hvert á mótaskránni. Mótið hefst nú í vikunni á Kiawah Island í Suður-Karólínu og þar á Bradley titil að verja. Keegan Bradley er einn af aðeins 3 kylfingum (auk Ben Curtis og Francis Ouimet) til þess að vinna titilinn í fyrsta sinn, sem hann spilaði á risamóti og það var til þess að hann var valinn nýliði ársins á PGA Tour 2011.
Æska og háskólaferill
Bradley er eldra barn Mark Bradley, yfirgolfkennara the Jackson Hole Golf and Tennis Club, sem er rétt fyrir utan Jackson, Wyoming. Hann ólst upp sem skíðakappi í Woodstock, Vermont, Bradley ákvað þegar sem unglingur að taka golfið fram yfir skíðaíþróttina. Hann bjó í Portsmouth, New Hampshire árið 2001 og 2002 þegar pabbi hans var aðstoðargolfkennari í Portsmouth Country Club. Hann fluttist síðan til Hopkinton, Massachusetts rétt fyrir lokaár sitt í Hopkinton High School, þar sem hann sigraði á the Massachusetts Interscholastic Athletic Association (MIAA) Division 2 individual state championship á árinu 2004. Þjálfari Hopkinton, Dick Bliss, rifjaði síðar upp að Bradley hafi hlotið 3. mestu athyglina af leikmönnum sínum þetta keppnistímabil eða eins og hann sagði „að ekki margir háskólaveiðmenn veittu honum athygli.“Bradley fór í St. John’s University og vann á 9 mótum áður en hann útskrifaðist árið 2008.
Atvinnumennskan
Fyrstu árin 2008-2010:
Bradley gerðist atvinnumaður árið 2008 og byrjaði að spila á NGA Hooters Tour, þar sem hann vann í Southern Dunes í 5. og lokaskiptið sem hann tók þátt í móti það ár. Bradley vann í annað sinn á Hooters Tour árið 2009 á Texas Honing Open. Hann náði niðurskurði 22 skipti af 26 á því tímabili og vann sér inn $84,000.Hann spilaði líka á tveimur mótum á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) og náði niðurskurði í þeim báðum. Bradley reyndi að komast á PGA Tour 2010 í gegnum Q-school en það munaði 2 höggum. Árið 2010 spilaði Bradley á Nationwide Tour, þar sem hann var fjórum sinnum meðal efstu 5 og varð þar með í 14. sæti á peningalista Nationwide og vann sér þar með inn kortið sitt á PGA mótaröðina 2011.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024