Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 20:30

GN: Arnar Freyr Jónsson sigraði í Neistaflugi GN og Síldarvinnslunnar

Eitt stærsta mót á Austurlandi fór fram s.l. laugardag, 4. ágúst 2012: Neistaflug GN og Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað.

Það voru 111 skráðir í mótið og 11o luku keppni (þar af 15 konur). Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sæti í opnum flokki í punktakeppni;  3 efstu sæti í flokki karla og kvenna og 2 efstu sæti í unglingaflokki.

Það sem var glæsilegt var að meðal efstu 5 verðlaunahafa í punktakeppninni voru 2 af þeim 15 konum, sem þátt tóku: Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, GBE, sem sigraði punktakeppnina og Bryndís Þóra Jónsdóttir, GN, sem varð í 4. sæti. Glæsilegur árangur það!!!

Á besta skori í karlaflokki, 72 höggum, sem jafnframt var besta skorið í mótinu og er 2 yfir pari á Grænanesvelli, var Arnar Freyr Jónsson, GN, sem nú nýverið varð í 31. sæti á Íslandsmótinu í höggleik. Hvorutveggja er glæsilegur árangur!

Á besta skori í kvennaflokki var Eva Dögg Kristinsdóttir, GR, á 87 höggum. Á besta skori í unglingaflokki varð Rósmundur Örn Jóhannsson, GBE, en hann var á 79 höggum.

Þess utan voru veitt nándarverðlaun og dregið úr fjölda skorkorta.

Golfskálinn á Grænanesvelli á Neskaupsstað.

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf /Opinn flokkur: 

1 Þórdís Mjöll Benediktsdóttir GBE 25 F 20 22 42 42 42
2 Rósmundur Örn Jóhannsson GBE 11 F 18 20 38 38 38
3 Óskar Sverrisson GN 18 F 18 19 37 37 37
4 Bryndís Þóra Jónsdóttir GN 28 F 19 18 37 37 37
5 Hjörvar O Jensson GN 9 F 20 17 37 37 37

Besta skor karla: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Arnar Freyr Jónsson GN 1 F 36 36 72 2 72 72 2
2 Bogi Nils Bogason GR 3 F 41 33 74 4 74 74 4
3 Guðni Rúnar Jónsson GBE 4 F 38 37 75 5 75 75 5

Besta skor kvenna:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Eva Dögg Kristinsdóttir GR 13 F 45 42 87 17 87 87 17
2 Birna Dögg Magnúsdóttir GH 12 F 45 44 89 19 89 89 19
3 Þórdís Mjöll Benediktsdóttir GBE 25 F 47 43 90 20 90 90 20
4 Jóhanna Hallgrímsdóttir GKF 21 F 42 48 90 20 90 90 20

Unglingaflokkur:

1. sæti Rósmundur Örn Jóhannsson, GBE, 79 högg  (fæddur 1994 17-18 ára)

2. sæti Lárus Garðar Long, GV, 89 högg (fæddur 1999 12-13 ára)

3. sæti Páll Hróar Helgason, GKG 94 högg   (fæddur 2000 = 11-12 ára)

4. sæti Finnur Helgi Malmqvist, 102 högg  (fæddur 1997 14-15 ára)

5. sæti Júlíus Óli Jacobsen, GN, 102 högg (fæddur 1998 13-14 ára)

6. sæti Ragnar Björgvin Tómasson, 103 högg  (fæddur 1998 13-14 ára)