Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 18:45

NK: Þórður Rafn sigraði í Einvíginu á Nesinu

Einvígið á Nesinu – Shoot out fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag. Þetta var í 16. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt fór það afar vel fram. Venju samkvæmt léku þeir kylfingar sem boðið var í mótið 9 holu höggleik í morgun. þar sigraði Örn Ævar Hjartarson en hann gerði sér lítið fyrir og lék á 31 höggi eða á fimm höggum undir pari vallarins. Þeir Björgvin Sigurbergsson og Þórður Rafn Gissurarson komu svo næstir, jafnir á 33 höggum. Tveir kylfingar, þeir Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Rósant Birgisson, NK léku einnig um eitt laust sæti í Einvíginu og hafði Arnór Ingi betur þar sem hann lék á 35 höggum.

Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi Guðrúnu Bergmann Fransdóttur, formanni Neistans, styrktarfélagi hjartveikra barna eina milljón króna.

Staðan í einvíginu varð eftirfarandi:

1. sæti – Þórður Rafn Gissurarson, GR
2. sæti – Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR
3. sæti – Nökkvi Gunnarsson, NK
4. sæti – Guðjón Henning Hilmarsson, GKG
5. sæti – Björgvin Sigurbergsson, GK
6. sæti – Kristinn Óskarsson, GS
7. sæti – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
8. sæti – Örn Ævar Hjartarson, GS
9. sæti – Hlynur Geir Hjartarson, GOS
10. sæti – Valdís Þóra Jónsdóttir, GL

Heimild: nkgolf.is