Keegan Bradley
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 13:50

Hver kylfingurinn: Keegan Bradley? Seinni hluti

PGA Championship 4. og síðasta risamótið á mótaskránni hefst á morgun í Kiawah Island í Suður-Karólínu. Sá sem á titil að verja er Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley. Hann sigraði í Bridgestone Invitational heimsmótinu síðustu helgi. Spurning er hvort honum takist að verja titil sinn næsta sunnudag?  Hér fer síðari hluti kynningar á nýliða ársins á PGA Tour 2011, Keegan Bradley, sem svo sannarlega virðist vera að stimpla sig inn sem framtíðarkylfing Bandaríkjamanna.

Nýliðaárið á PGA  – fyrsti sigurinn á risamóti 2011:
Keegan Bradley komst í gegnum niðurskurð á fyrsta móti sínu á  PGA Tour þ.e. Sony Open á Hawaii 2011 og var T-7 í vikunni þar á eftir á Bob Hope Classic. Hann varð í 2. sinn meðan efstu 10 á Valero Texas Open og í apríl vann Bradley fyrsta PGA Tour mótið sitt árið 2011 þ.e. HP Byron Nelson Championship. Hann vann Ryan Palmer á fyrstu holu í bráðabana. Með sigrinum hlaut hann þátttökurétt á WGC-Bridgestone Invitational 2011,  þar sem hann var í forystu eftir 36-holur en hann lauk mótinu T-15.

Keegan Bradley

Vikuna eftir WGC-Bridgestone Invitational spilaði Bradley í fyrsta risamóti sínu, PGA Championship. Á 2. hring fékk Bradley 64 högg og var í forystu eftir 36 holur; eftir 3. hring var hann 1 höggi á eftir forystunni. Á lokahringnum fékk hann skramba á 15, braut en náði sér á strik með fuglum á 16. og 17. holu og það ásamt 3 skollum Jason Dufner varð til þess að Dufner og Bradley voru jafnir eftir 72 holur.

Keegan Bradley sigraði 3 holu umspil með fugli og 2 pörum meðan Dufner fékk par-skolla-fugl og tapaði með 1 höggi. Keegan Bradley varð sá 3. í sögunni á eftir  Francis Ouimet (1913) og Ben Curtis (2003) til að sigra risamót í fyrstu tilraun og hann var fyrsti kylfingurinn til að sigra í risamóti með löngum pútter.  Hann varð sá sjöundi í röð, sem vann risamót í fyrsta sinn og varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að sigra á risamóti síðan Phil Mickelson vann á Masters 2010. Með sigrinum fór Keegan Bradley úr 108. sæti á heimslistanum í 29. sætið. Í desember 2011 var hann valinn nýliði ársins 2011, á PGA Tour.

Sigurinn á Bridgestone 2012: 

Á Northern Trust Open mótinu í ár, 2012, voru Keegan Bradley og Phil Mickelson báðir með löng fuglapútt á 72. holu og komust í 3 manna umspil ásamt Bill Haas, sem setti niður 45-feta fuglapútt á 2. holu umspils og vann mótið. Nokkrum sinnum á lokahringnum sást til Keegan þar sem hann spýtti á völlinn áður en hann sló.   Hann baðst síðar afsökunar og sagði að þetta hefðu verið stress viðbrögð. Bradley var með 2 högga forystu á lokahring  WGC-Cadillac Championship 2012, en tapaði 4 höggum á fjórum lokaholunum þ.á.m. fékk hann skramba á 18. braut og lauk mótinu jafn öðrum í 8. sæti. Hann hóf keppnistímabilið með 9 topp-25 áröngrum í röð, en náði síðan aðeins 1 slíkum árangri í næstu 10 mótum sem hann tók þátt í. Keegan Bradley spilaði í Evrópu í fyrsta sinn á  The Irish Open á Royal Portrush og komst ekki í gegnum niðurskurð.

Keegan Bradley vann þriðja mót sitt á PGA Tour s.l. helgi á WGC-Bridgestone Invitational. Fyrir lokahringinn var hann 4 höggum á eftir Jim Furyk. Munurinn var kominn niður í 1 högg þegar eftir var að spila lokaholuna. Bradley tókst að setja niður 15 feta par-pútt meðan Furyk fékk skramba. Keegan Bradley er 11. kylfingurinn til þess að sigra á risamóti og í heimsmóti (ens.: World Golf Championship).

Einkalíf: 
Frænka Keegan Bradley er fyrrum kylfingur á LPGA;  frægðarhallarkylfingurinn Pat Bradley. Sem barn fór hann á nokkur mót  Pat og hann hefir sagt að hún hafi alla tíð verið honum mikil hvatning. Keegan Bradley er mikill aðdáandi  Boston Red Sox baseball, Boston Celtics basketball, New England Patriots football og hefir sagt að draumahollið hans séu pabbi hans, Ben Hogan og Tom Brady.  Keegan Bradley lítur á spilafélaga sinn á fjölmörgum æfingahringjum, Phil Mickelson, sem læriföður sinn og telur Mickelson eiga stóran þátt í að hann hafi sigrað á PGA Championship, árið 2011.

Heimild: Wikipedia