Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 15:30

PGA: Bo Van Pelt sigraði á CIMB Asia Pacific Classic

Bandaríkjamaðurinn Bo Van Pelt sigraði með nokkrum yfirburðum á CIMB Asia Pacific Classic.  Hann spilaði á samtals -23 undir pari, samtals 261 höggi (66 64 67 64). Í dag á lokahringnum spilaði hann á -7 undir pari; lék skollafrítt og fékk 7 fugla. Glæsilegra verður það varla!

Í 2. sæti, 6 höggum á eftir Van Pelt varð Jeff Overton, sem búinn er að vera í forystu af og til allt mótið.  Hann spilaði á samtals – 17 undir pari, samtals 267 höggum (67 62 69 69).  Aðeins 1 höggi á eftir Overton varð Fredrik Jacobson frá Svíþjóð, sem lauk mótinu í 3. sæti.

Til þess að sjá önnur úrslit á CIMB Asia Pacific Classic smellið HÉR: