Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2012 | 10:45

Guðrún Steinsdóttir vann á hatta-og pilsamóti GA-kvenna – Unnur Elva fékk verðlaun fyrir flottasta hattinn – Myndasería

Laugardaginn 4. ágúst þ.e. fyrir viku síðan, fór fram hatta-og pilsamót GA-kvenna.

Það voru um 40 glæsilegar konur skráðar til leiks í þessu árlega móti og luku 32 keppni.

Sjá má myndaseríu frá þessu flotta móti með því að SMELLA HÉR: 

Mikið var um dýrðir hjá GA konum í gær þegar 40 glæsilega klæddar konur mættu til leiks í blíðskapar veðri. Þær voru hver annarri glæsilegri í kjólum og með hatta.

Unnur Elva Hallsdóttir fékk sérstök verðlaun fyrir sinn hatt. Þess mætti geta að seinna um daginn keyrði Unnur Elva á Dalvík og tók þátt í Dalvíkurskjálftanum þar sem hún tók 1. sætið í flokki 50+.  Frábær árangur hjá Unni Elvu!!!

Sólveig Erlendsdóttir var verðlaunuð fyrir flottasta búninginn.

Leikin var 9 holu punktakeppni.

Veitt voru verðlaun fyrir fæstu púttin, en keppt var um forláta verðlaunagrip sem allar konur vildu vinna. Í þetta sinn var það Eva Magnúsdóttir sem var með fæst pútt 13 talsins.

Helstu úrslit í hatta-og pilsamóti GA-kvenna voru eftirfarandi:

1. sæti Guðrún Steinsdóttir

2. sæti Guðrún Kristjánsdóttir

3. sæti Linda Benediktsdóttir

Næst holu 11. braut María Daníelsdóttir

Næst holu 14. braut Aðalheiður Guðmundsd

Næst holu 18. braut Guðrún Kristjánsdóttir

Lengsta teighögg á 15 braut Linda Hrönn

Að móti loknu var mikil veisla en maturinn var frá Vídalín Veitingum.

Heimild: gagolf.is