Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 22:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson í 15. sæti á Bridgestone Golf Collegiate

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2011, Axel Bóasson, GK og Mississippi State,  tók þátt í 2 daga móti í bandaríska háskólagolfinu, sem hófst í gær. Þátttakendur voru 85 frá 15 háskólum. Spilað var á golfvelli Forest Oaks Country Club, sem Davis Love III átti þátt í að hanna, en sjá má myndir frá golfvellinum með því að smella HÉR: 

Axel er búinn að spila á samtals +3 yfir pari, samtals 147 höggum (75 72), og deilir 15. sætinu með 6 öðrum. Hann er með 2. besta skorið af liði Mississippi State.  Lið Mississippi State deilir 3. sætinu með Virginia Tech.

Sjá má úrslitin í mótinu með því að smella HÉR: