Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2012 | 05:00

PGA: Rory og Vijay leiða þegar PGA Championship er frestað vegna veðurs á 3. degi

Stormurinn sem reið yfir Kiawah Island í Suður-Karólínu og varð til þess að fresta varð PGA Championship risamótinu á 3. mótsdegi hafði a.m.k. tvennt í för með sér: hann batt endi á frábæra byrjun Rory McIlroy (sem aðeins tókst að klára að spila 9 holur og leiðir eftir 3. dag ásamt Vijay Singh, sem kláraði að spila 7 holur) og batt jafnframt endi í bili á hrapi Tiger Woods niður skortöfluna, (en Tiger, sem náði að spila 7 holur  fékk 3 skolla á 4., 5. og 7. holu og fór úr 1. sætinu niður í 11. sæti).

Þegar leikur var stöðvaður voru RoryMcIlroy og Vijay Singh báðir á samtals 6 undir pari. Á hæla þeirra voru Adam Scott, sem sýnir engin merki um timburmenn eftir Opna breska en hann var á samtals 5 undir pari og einn í 3. sæti þegar leik var hætt á Kiawah í gær vegna veðurs. Síðan kemur forystumaður 1. dags Carl Pettersson einn í 4. sæti á samtals 4 undir pari.

Hér má sjá fréttamyndskeið um 3. hring PGA Championship sem fresta varð vegna veðurs – SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá viðtal við Rory SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 3.hring PGA Championship sem aðeins tókst að ljúka að tæplega  hálfu vegna veðurs SMELLIÐ HÉR: