Úrslit eftir 2. dag í sveitakeppni GSÍ – 1. deild karla
Það voru erfiðar aðstæður í Leirunni á 2. degi sveitakeppni GSÍ, þegar 3. og 4. umferð voru leiknar í gær. Það var hvasst og rigningin lamdi sveitarmeðlimi.
Í 3. umferð fóru leikar svo:
A-Ríðill (Í þeim riðli keppa GR,GS, GSE og GV)
Helstu úrslit dagsins voru þau að sveit GSE sigraði sveit GS 3-2 og sveit GR vann sveit GV 3-2.
Staðan eftir 3. umfeðr í A-riðli:
1. sæti GSE (vann 3 sveitir og 10 leiki af 15)
2. sæti GR ( vann 2 sveitir og 10 leiki af 15)
3. sæti GS (vann 1 sveit og 5 leiki af 15)
4. sæti GV (tapaði fyrir 3 sveitum og vann 5 leiki af 15)
——————————————————————-
B-Riðill (Í þeim riðli keppa GK, GKG, GKJ og GL)
Í B-riðli sigraði sveit GK, sveit GL 4-1. Eini sigur GL var í viðureign þeirra Willy Blumenstein, GL og Ísaks Jasonarsonar, GK, en þar hafði Willy betur. Síðan vann sveit GKG vann sveit GKJ 4-1. Eini sigur GKJ var að Magnúsar Lárusonar, GKJ hafði betur gegn Ottó Sigurðssyni, GKG.
Staðan eftir 3. umferð í B-riðli:
1. sæti GKG (vann 3 sveitir og 10 leiki af 15)
2. sæti GK ( vann 2 sveitir og 10 leiki af 15)
3. sæti GKJ (vann 1 sveit og 5 leiki af 15)
4. sæti GL (tapaði fyrir 3 sveitum og vann 5 leiki af 15)
——————————————————————————————————————————————
4. umferð
Reglum skv. hófust hér með leikar sveitanna í riðlum A og B sín á milli í 4. umferð. Sú sveit sem varð í 4. sæti A-riðils keppti við sveit B-riðils sem varð í 3. sæti. Það var leikur GV og GKJ. Sveit GKJ sigraði 4-1. Eini leikurinn sem sveit GV vann var í fjórmenningnum, en þar unnur þeir Gunnar Gústafsson og Rúnar Karlsson, GV þá Arnar Sigurbjörnsson og Aron Val Þorsteinsson á 20. holu.
Sú sveit sem varð í 3. sæti A-riðils keppti við sveit B-riðils, sem varð í 4. sæti. Það var leikur GS og GL Sveit GS sigraði sveit GL 3-2.
Sú sveit sem varð í 2. sæti A-riðils keppti við sveit B-riðils, sem varð í 1. sæti. Það var leikur GR og GKG. Sveit GKG sigraði sveit GR 4-1. Eini GR-ingurinn sem vann fyrir sveit sína var Arnar S. Hákonarson, sem vann Ottó Sigurðsson, GKG, í tvímenningi.
Loks spilaði sú sveit sem varð í 1. sæti A-riðils við sveit B-riðis, sem varð í 2. sæti. Það var leikur GSE og GK. Sveit GSE sigraði sveit GK 3-2.
Það var ljóst eftir 4. umferð að það eru sveitir GV og GL sem keppa um 7.-8. sætið og eru þær sveitir fallnar í 2. deild. Sveitir GS og GKJ keppa um 5.-6. sætið; sveitir GR og GK um 3.-4. sætið og loks eru það sveitir GSE og GKG, e.t.v. nokkuð óvænt, sem keppa um Íslandsmeistarartitilinn í sveitakeppni GSÍ. Allir fara úrslitaleikirnir fram í dag.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024