Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 5. deild karla – GÞ og GÞH spila í 4. deild að ári! Björgvin Jóhannesson fór holu í höggi og Guðbjörn Ólafsson setti nýtt vallarmet
Sveitakeppni GSÍ í fimmtu deild karla fór fram á golfvelli GKV laugardaginn, 11. ágúst s.l.. Logn og léttur úði var á laugardeginum og greip mótsstjórn til þess ráðs að spila báðar umferðirnar eða alls 36 holur á laugardeginum.
Í 5. deild karla í ár spiluðu 6 sveitir í ár: GHH, GKS, GKV, GVS, GÞ og GÞH.
Eftir fyrri umferðina skyldi 1 högg að efstu þrjár sveitirnar. Rétt til þátttöku áttu Golfklúbbur Siglufjarðar, Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, Golfklúbbur Þorlákshafnar, Golfklúbbur Hafnar í Hornafirði, Golfklúbbur Víkur í Mýrdal og Golfklúbburinn Þverá, Hellishólum. Keppnisfyrirkomulag var höggleikur án forgjafar og mátti hver sveit tefla fram fimm keppendum og töldu fjögur bestu skor.
Hola í höggi og vallarmet
Mótið byrjaði með látum og Björgvin Jóhannesson GKV náði holu í höggi á 3ju braut, sem er 137 metra löng par 3 hola. Guðbjörn Ólafsson GVS átti frábæran dag og setti hann nýtt vallarmet í Vík þegar hann spilaði fyrri umferðina á 69 höggum eða þremur undir pari. Guðbjörn spilaði fyrri níu holurnar á 33 höggum og seinni níu á 36 höggum.
Eftir harða og drengilega baráttu stóð sveit Þorlákshafnar uppi sem sigurvegari og spilaði á samtals 665 höggum. Í öðru sæti varð sveit Hellishóla með 671 högg og í þriðja sæti Vogamenn á 685 höggum. Gestgjafarnir urðu í fjórða sæti og Siglufjörður í því fimmta, en Hornafjörður hafði hætt við þátttöku skömmu áður en mótið hófst. Það er því ljóst að Þorlákshöfn spilar í 4. deild á næsta ári ásamt sveit Hellishóla.
Texti: Af heimasíðu GKV á golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024