Olazábal tilnefnir 3 aðstoðarfyrirliða fyrir Ryder Cup
Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup, José María Olazábal, hefir tilnefnt Thomas Björn, Darren Clarke og Paul McGinley sem þrjá af 4 varafyfrirliðum sínum fyrir Ryder Cup 2012, sem fram fer nú í ár í Bandaríkjunum í Medinah Country Club, í Chicago, Illinois og stendur yfir 28.-30.september.
Björn, Clarke og McGinley hafa sín á milli spilað í 10 Ryder Cup keppnum, og hafa ekki minna en 9 sigra sín á milli í beltinu. Saman eru þeir hæfileikaríkt og reynslumikið bakteymi, en þeir unnu saman þegar Evrópuliðið endurheimti Ryder bikarinn í Celtic Manor Resort í Wales, 2010.
Olazábal, sem spilaði í Ryder Cup á árunum 1987-2006 og var varafyrirliði 2008 og 2010 sagði:„Ég gæti ekki verið ánægðari að hafa Thomas, Darren og Paul sem varafyrirliða mína sérstaklega þar sem við náðum svo vel saman þegar við studdum Colin Montgomerie 2010. Allir þrír eru heimsklassakylfingar með gífurlega leikreynslu í The Ryder Cup, sem er algerlega ómetanleg.
„Fyrir mig að hafa þessa stráka – sem allir eru góðir vinir – við hlið mér er frábært. Ég veit að þeir munu nú telja dagana þar til leikar hefjast í Medinah með eitt markmið– að snúa heim með Bikarinn.
„Thomas, Darren og Paul deila andanum og ástríðunni fyrir leiknum og þeir eiga virðingu og aðdáun allra í golfinu. Ástríða þeirra, staðfesta og löngun til þess að sigra mun hvetja alla í liðsherberginu og fyrir mig er mikilvægt að vera með stráka sem ég þekki, stráka sem ég treysti og stráka sem þekkja kepppnina vegna þess að The Ryder Cup keppnin er einstök.
„Mín eigin reynsla sem varafyrirliði árin 2008 og 2010 hefir kennt mér að maður þarfnast mikillar aðstoðar þessa viku. Maður þarfnast augna, auka augna til þess að fylgjast með leikmönnum á æfingahringjum til þess að fá eins miklar upplýsingar og hægt er um alla, sem spila.“
Eftir PGA Championship s.l. sunnudag er nú vitað hverjir þeir 8 eru, sem hljóta sjálfkrafa þátttökurétt í bandaríska liðinu. Það eru: Keegan Bradley, Jason Dufner, Zach Johnson, Matt Kuchar, Phil Mickelson, Webb Simpson, Bubba Watson og Tiger Woods. Fyrirliði Bandaríkjanna Davis Love III mun tilkynna um val sitt sem fyrirliða í liðið á NASDAQ Marketsite, New York City, þriðjudaginn 4. september. Love hefir valið Fred Couples, Mike Hulbert, Jeff Sluman og Scott Verplank sem 4 varafyrirliða sína.
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024