Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 20:25

Valdís Þóra var á 70 höggum á 2. degi Finnish Amateur Championship – er í 3. sæti!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, spilaði svo sannarlega glæsigolf í dag á Helsingin golfvellinum í Helsinki á Finnish Amateur Championship. Hún lauk 2. hring á 2 undir pari, 70 höggum!!!

Valdís Þóra fékk 3 fugla og 2 skolla á hringnum í dag. Fuglarnir komu á 1., 10. og 12. braut en þær 1. og 12. eru par-5 brautir og 10. er  par-4. Skollarnir komu á 8. og 15. braut, sem báðar eru par-4.

Samtals er Valdís Þóra búin að spila á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (75 70) og deilir sem stendur 3. sætinu!!!!… með 2 finnskum keppendum, Nooru Tamminen og Maríku Voss.

Í 1. sæti er rússnesk stúlka, Nína Pegova,  á 1 yfir pari (73 70)  og í 2. sæti „heimakona“ hin danska Julie Finne-Epsen, sem leikið hefir á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (71 73).

Valdís Þóra þarf því aðeins að ná upp 1 höggi til að vera jöfn þeirri sem er í 2. sæti og 2 til að vera jöfn Pegovu.

Það er svo sannarlega ósk Golf 1 að allt falli með Valdísi Þóru á morgun og henni gangi vonum framar!

Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Finnish Amateur Championship með því að SMELLA HÉR: