Hver er kylfingurinn: Jimmy Walker?
Það færist sífellt í aukanna að efst á skortöflunum birtist nöfn, sem ekki eru eins kunn og önnur. Oftar en ekki er þó um að ræða kylfinga, sem búnir eru að spila á mótaröðunum lengi og þeir sem fylgjast grant með öllu sem gerist í golfi kannast mæta vel við. Einn þeirra er Jimmy Walker. Jafnvel þó fólk komi honum ekki fyrir sig er nafnið kunnuglegt vegna þess að það hljómar eins og þekkt skoskt malt whisky; Johnnie Walker, ef ekkert annað. Nú er Jimmy Walker í efsta sæti á Wyndham Championship þegar mótið er hálfnað. Hvort sem honum tekst að halda haus fram að sunnudeginum eða ekki þá fer hér stutt kynning á kylfingnum:
Jimmy Walker fæddist í Oklahoma City, Oklahoma, þann 16. janúar 1979 og er því 33 ára. Í dag spilar Walker á PGA mótaröðinni, en hann lærði golf af pabba sínum sem var „scratchari“ (þ.e. með 0 í forgjöf). Á háskólaárum sínum spilaði Jimmy með golfliði Baylor University og 2001 gerðist hann atvinnumaður. Frá árinu 2004 hefir hann af og til spilað á Nationwide mótaröðinni (sem nú heitir Web.com Tour) og þar kynntist hann konu sinni í dag, Erin, sem þar starfaði sem sjálfboðaliði. Erin er blaðakona og stofnaði m.a. www.tourwifetravels.com Í blaðaviðtali við Buffalogolfer.com ljóstraði hún því m.a. upp um eiginmann sinn að uppáhaldsgolfvöllur hans væri Riviera Country Club í LA, sem oft er nefndur golfklúbbur hollywoodstjarnanna.
Sama ár og Jimmy kynntist Erin, 2004, var hann efstur á peningalista Nationwide Tour og var valinn leikmaður ársins. Með þessu ávann hann sér kortið sitt á PGA Tour. Að vísu gekk ekki vel í byrjun. Hann spilaði t.a.m. aðeins í 9 PGA mótum 2005 vegna meiðsla og náði aðeins niðurskurði 6 sinnum.
Árið 2006 spilaði hann hins vegar í 21 móti og náði samt aðeins niðurskurði 9 sinnum og missti við það kortið sitt á PGA og spilaði því aftur á Nationwide Tour 2007. Hann varð í 25. sæti á peningalista mótaraðarinnar og fékk aftur kortið sitt á PGA Tour 2008. Fyrir keppnistímabilið 2009 ávann hann sér kortið með því að fara í Q-school, 2008.
Walker lauk 2009 keppnistímabilinu í 125. sæti peningalistans og hlaut því síðasta kortið á PGA það ár. Keppnistímabilið 2010 náði hann besta árangri sínum á PGA fram að þessu, krækti sér í 3. sætið á Valero Texas Open. Hann var í 103. sæti á peningalistanum 2010. Í fyrra, 2011 var besta keppnistímabil Walker fram að þessu. Hann var í 50. sæti á FedEx Cup stigalistanum og var með 4 topp-10 árangra á mótum og hefir hægt og sígandi verið að festa sig í sessi á PGA Tour.
Nú er bara að bíða fram á sunnudag til að sjá hvort honum takist að sigra í Wyndham Championship!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024