Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 17:45

Afmæliskylfingur dagsins: Egill Egilsson fór holu í höggi á afmælisdaginn! – 18. ágúst 2012

KR-ingurinn Egill Egilsson fór holu í höggi rétt í þessu í sveitakeppni eldri kylfinga. Ekki nóg með það heldur á kappinn afmæli í dag og er orðinn svo mikið sem 56 ára, fæddur 18.ágúst 1956!!! Egill er í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi, (GMS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Egill Egilsson (56 ára)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stefán Guðmundur Þorleifsson, GN 18. ágúst 1916 (96 ára!!! – spilar í sínu eiginn móti á morgun á Grænanesvelli!!!);  Joachim B. Hansen, 18. ágúst 1990 (22 ára) danskur á Áskorendamótaröðinni ….. og …..

Thorey Vilhjalmsdottir (40 ára stórafmæli!!!! Innilega til hamingju!!!)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnumog öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Jafnframt óskar Golf 1 Agli til hamingju með draumahöggið!!!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is