Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 16:45

Eimskipsmótaröðin (5): Ólafur Björn og Ólafía Þórunn sigruðu á Securitas-mótinu!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR  tryggði sér sigur í kvennaflokki á Securitas mótinu í dag þegar hún lék lokahringinn á 71 höggi eða á pari endaði mótið á 11 höggum yfir pari. Í öðru sæti varð Signý Arnórsdóttir GK sem lék í dag á 73 höggum eða 2 yfir pari, Signý endaði á 13 höggum yfir pari í heildina.  Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ingunn Einarsdóttur GKG urðu jafnar í 3.-4. sæti á 15 högum yfir pari . Guðrún Brá leiddi mótið eftir fyrstu tvo hringina og lengst af á lokahringnum en hún missti niðurforskot sitt þegar hún fékk skolla á  14.,15.,16. og 18. holu og þrefaldan skolla á þeirri 17.

Í karlaflokki var það Ólafur Björn Loftsson Nesklúbbnum sem stóð uppi sem sigurvegari eftir geysi harða keppni við þá Sigurþór Jónsson GOS og Einar Hauk Óskarsson GK en þeir voru allir jafnir fyrir lokaholuna.  Ólafur Björn setti niður 6-7 metra pútt sem skilaði honum í fyrsta sætið.  Jafnir í 2-3 sæti urðu svo þeir Sigurþór Jónsson GOS og Einar Haukur Óskarsson, GK. Í fjórða sæti varð Hlynur Geir Hjartarson GOS (Golfklúbbur Selfoss) og í 5-6 sæti urðu þeir Kristján Þór Einarsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR.

Næsta mót á Eimskipsmótaröðinni er einnig það síðasta á þessu tímabili en það fer fram að hálfum mánuði liðnum í Grafaholti hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Kvennaflokkur.

1 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 77/76/71 = 224 +11

2 Signý Arnórsdóttir GK 80/73/73 = 226 +13

3-4 Ingunn Einarsdóttir GKG 76/77/75 = 228 +15

3-4 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 72/ 77/ 79 = 228 +15

5 Karen Guðnadóttir GS 74/83/ 73 = 230 +17


Karlaflokkur.

1 Ólafur Björn Loftsson NK 70/ 72/ 71 =213 par

2 Sigurþór Jónsson GOS 70/ 71 / 73 =214 +1

3 Einar Haukur Óskarsson GK 69/ 73/ 72 = 214 +1

4 Hlynur Geir Hjartarson GOS 72/ 75/ 72 = 219 +6

5 Kristján Þór Einarsson GK 74/ 75/ 71 =220 +7

6 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 71/ 75/ 74 = 220 +7

Heimild: GSÍ