Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2012 | 14:00

Barack Obama, Tiger Woods o.fl. fagna því að konur geti gerst meðlimir að Augusta National

Talsmaður Hvíta Hússins, Jay Carney sagði að Barack Obama, forseti fagnaði því að Augusta National hefði opnað dyr sínar fyrir konur… þannig að þær væru teknar sem inn sem félagar, en konum hefir í lengri tíma verið heimilt að spila hring í fylgd karlmanns á Augusta.

„Ég hugsa að þið munið eftir því þegar ég var spurður um afstöðu forsetans rétt fyrir Masters í vor…. þá talaði ég við forsetann og svar hans var ljóst: „það ætti að heimila konum að gerast félagar,“ sagði Carney.

Golf 1 birti á sínum tíma frétt þar um og myndskeið sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

„Hann (Obama) fagnar þessari þróun og telur að hún hafi tekið langan tíma en augljóslega finnst honum að þetta sé rétt,“ sagði Jay Carney loks.

—————

Tiger Woods, sem þekkir Condoleezzu Rice frá dögum sínum í Stanford University fagnaði líka.  Aðspurður sagði Tiger: „Ég tel ákvörðun um félagsaðild (kvenna) að Augusta National vera mikilvæga golfíþróttinni.  Klúbburinn heldur áfram að sýna skuldbindingu sína með því að hafa áhrif á leikinn á jákvæðan máta. Ég vil óska báðum nýju félögunum til hamingju, sérstaklega vinkonu minni Condi Rice.“

—————-

Ekki stóð lengi á golfgoðsögninni jafnréttissinnuðu frá Suður-Afríku, Gary Player, sem þrívegis hefir sigrað á Masters að fagna fréttunum góðu.  Hann tvítaði: „Frábærar fréttir. Augusta National veitir fyrstu kvenmeðlimum sínum inngöngu í 80 ára sögu sinni.“  Player þekkir manna best draug ójafnréttis og mismununar Apartheid-stefnunnar í Suður-Afríku.

—————–

Tim Clark, sem einnig er frá Suður-Afríku og varð í 2. sæti á eftir Sergio Garcia í Wyndham Championship nú um helgina sagði að það myndi verða frábært að njóta Augusta og Masters án þessara deilna hangandi yfir klúbbnum sem er hafður í hávegum af svo mörgum í golfinu.

——————-

Í fréttatilkynningu frá Tim Finchem, framkvæmdastjóra PGA Tour sagði: „PGA Tour sendir  Augusta National Golf Club innilegustu hamingjuóskir með það að hafa boðið Condoleezzu Rice og Dörlu Moore að gerast fyrstu kvenfélaga klúbbsins.“