Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2012 | 17:14

Lee Westwood ræður Tony Johnstone sem nýjan þjálfara í stutta spilinu hjá sér

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Lee Westwood hefir ráðið Tony Johnstone, sem nýjan þjálfara í stutta spilinu hjá sér.

Tony Johnstone.

Hinn 39 ára Westwood sagði skilið við þjálfara sinn til lengri tíma Pete Cowen og einnig kylfubera sinn Mike Waite, sem búinn var að vinna í stuttan tíma hjá Lee eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship risamótinu í síðustu viku.

Það að honum mistókst að sigra á Kiawah Island þýðir að hann hefir spilað í 59 risamótum án þess að sigra og eins hefir formið sem hann er í orðið til þess að hann er dottinn niður í 4. sætið á heimslistanum.

Umboðsmaður Westwood „Chubby“ Chandler viðurkenndi að skjólstæðingur sinn „yrði að hrista upp í málunum hjá sér þar sem hann hefði tapað einbeitingu og áhuga vegna þess að hann var ekki að sjá árangur erfiðis í langa leik sínum.“

Eftir viku vangaveltna var gefið út að Westwood myndi fara að þjálfa með Tony Johnstone frá Zimbabwe.

„Ég hef alltaf verið aðdáandi Westy,“ var haft eftir Johnstone í golfdigestcanada. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hefir það alltaf farið í taugarnar á mér að hann skuli ekki hafa sigrað á risamótum vegna stutta spils hans.“

Einn af þeim sem telur að Westwood-Johnstone samstarfið muni enda í risamótstitli er Nick Price.

„Þetta er vitur ákvörðun“ saðgi Price.„[Hann er mest] vanmetni kylfingurinn í stutta spilinu. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd og ég er viss um að hann muni hjálpa Lee mikið.“