Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2012 | 10:00

PGA: Tiger og Rory spila saman á Barclays í dag

Á síðustu 3 árum á PGA TOUR, hefir Rory McIlroy spilað með Phil Mickelson 8 sinnum. Steve Stricker 7 sinnum. Bubba Watson 6 sinnum. Með norður-írskum vini sínum Graeme McDowell fimm sinnum.

McIlroy hefir oft spilað við Luke Donald, Keegan Bradley, Lee Westwood, Jim Furyk og Rickie Fowler. Hann hefir jafnvel spilað með kylfingum sem eru mun eldri  (Tom Watson) og aðeins yngri (Ryo Ishikawa).

En þegar kemur að opinberum mótum á PGA Tour — en  McIlroy hefir spilað í 50 — þá hefir hann aldrei spilað við þann kylfing sem hann leit mest upp sem strákur, Tiger Woods.

Þetta kemur til með að breytast í dag þegar FedEx Cup umspilið byrjar á The Barclays. Kylfingar spila saman skv. röðun sinni á FedEx Cup listanum og mun nr. 3 þ.e. McIlroy, 23 ára, spila við nr. 1 Tiger Woods, 36 ára, í fyrsta sinn á PGA Tour. Rástíminn er  8:16 a.m. ET (þ.e. kl. 13:16 að íslenskum tíma).  Spilað er á  Bethpage State Park Black golfvellinum í New York.

„Ég hlakka til þess“ sagði McIlroy í gær. „Ég hlakka til félagsskapar hans (Tiger). Ég veit að við munum skemmta okkur þarna úti á velli.“

Til þess að sjá upptöku af hluta blaðamannafundar með Tiger fyrir Barclays, þar sem hann tjáir sig m.a. um fyrirhugaðan hring hans með Rory SMELLIÐ HÉR:

Heimild: PGA Tour